fbpx

Malbikstöðin

Malbikstöðin er einn af leiðandi verktökum landsins þegar kemur að framleiðslu og lagningu malbiks. Félagið varð nýlega til eftir sameiningu tveggja félaga og er nú orðið alvöru keppinautur á markaðnum. 
Vegurinn heim er slagorð úr smiðju CHILI STUDIO ásamt hugmynd að herferð og framleiðslu alls markaðsefnis. Hugmyndin var að koma því til skila hversu mikilvægur vegurinn er fyrir okkar daglegu þarfir og vellíðan. 

„Hver vegur að heiman er vegurinn heim“

Vegurinn er lykilatriði í efnahagslegum- og félagslegum innviðum landsins. Hann gerir okkur auðveldara að ferðast um landið, flytja vörur og nauðsynjar landshluta á milli og komast frá A til B þegar við þurfum.
Við notum vegina á hverjum degi, við keyrum, við göngum, við hlaupum og við hjólum á vegum landsins, þeir eru órjúfanleg tengsl við okkar daglega líf.
Malbikstöðin er stolt að því að geta lagt sitt af mörkum við að stuðla að uppbyggingu þessa mikilvægu innviða.

Vegurinn veitir okkur frelsi til ferðalags og vegurinn leiðir okkur heim.

Magnús Eiríksson, höfundur lagsins og Pálmi Gunnarsson flytjandi fá okkar bestu þakkir fyrir að leyfa okkur að nota þetta frábæra lag sem setur punktinn algjörlega yfir i-ið!

Takk fyrir að hafa samband!