Hönnun

Mörkun

Án mörkunar er vörumerkið þitt ósýnilegt. Ef þú veist ekki hvað þú eða þitt fyrirtæki stendur fyrir, hver veit það þá? Að koma sér fyrir á markaðnum og skilgreina sig gagnvart samkeppninni er mikilvægt skref. Hvort sem þú ert að marka nýtt fyrirtæki eða vöru eða endurmarka núverandi vörumerki, þá finnum við saman röddina, stefnuna, stílinn og hönnum heildarútlitið.

Auglýsingar

Hönnum auglýsingar sem selja! Brakandi ferskar auglýsingar fyrir samfélagsmiðla, blöð, umhverfismiðla… já eða bara hvað sem er.

Merki

Merki, firmamerki, logo, fyrirtækja tákn, einkennismerki fyrirtækis, hvað sem þú vilt kalla það, við hönnum það!

Umbrot

Auglýsingabæklingar, ársskýrslur, kynningar, stefnur, bækur og annað prentmeti. 

Umbúðahönnun

Pakkaðu bjórnum, matnum, namminu eða hvaða vöru sem er inn í fallegar umbúðir sem fólk man eftir! 

Sendu okkur línu

Takk fyrir að hafa samband!