
TASTY
TASTY er alvöru burger joint með sveittustu og sósuðustu borgarana í bænum. Lítill staður í Skútuvogi með mikinn sjarma og ástríðu fyrir alvöru hamborgurum. CHILI STUDIO mælir með!
CHILI STUDIO endurhannaði nýverið brandið fyrir TASTY og voru orðin „gómsætt“ og „skemmtun“ aðal fókusinn í hugmyndavinnunni. Mjúkt og áberandi letur varð fyrir valinu ásamt vinalegum myndskreytingum. Litirnir eru svo innblásnir af nokkrum matvælum sem tengjast staðnum, til dæmis kokteilsósu, buffalósósu, salti og pipar.




